Við erum...

Ólöf Erla útskrifaðist með BA gráðu sem grafískur hönnuður árið 2002 frá LHÍ. Skömmu síðar hóf hún störf hjá RÚV þar sem hún starfaði í 11 ár við hönnun og grafík bæði fyrir vef og sjónvarp. Samhliða því hefur hún starfað náið með mörgum af ástkærustu listamönnum þjóðarinnar við hönnun og vinnslu á hljómplötum, plakötum, myndböndum, auglýsingum o.fl. Þegar Ólöf Erla sagði skilið við RÚV lá leið hennar til 365 og þaðan á markaðsdeild NOVA áður en hún stofnaði fyrirtækið SVART og hóf að starfa alfarið á eigin vegum.
Ólöf Erla hefur í gegnum árin einnig unnið að listrænum verkefnum og haldið sýningar þar sem hún skapar einstaka ævintýraheima úr hversdagslegum ljósmyndum. Hún vann alþjóðleg hönnunarverðlaun David Gemmell árið 2011 í Bretlandi fyrir mynd sem prýddi forsíðuna
á áströlsku bókinni Power and Majesty.

Sigurður Geirdal Ragnarsson hefur verið með annan fótinn við grafíska vinnslu síðan 1997 samhliða starfi sínu við tónlistargeirann en hann hefur unnið við nánast allt sem tengist tónlist og tæknimálum tengt tónlist síðan 1999.
Hann hefur unnið fyrir Sigur Rós, Björk, Damien Rice, Jarvis Cocker, Iceland Airwaves, Eistnaflug, Exton, Hörpu ofl. Auk þess sem hann er/var meðlimur í hljómsveitunum DIMMU, SIGN, Stripshow ofl.
Hann hefur því mikla þekkingu og reynslu af markaðsstarfi úr tónlistariðnaðinum á Íslandi og erlendis frá sem nýtist vel í starfi sínu hjá Svart.

Konráð hefur mikla reynslu af sölumennsku, ráðgjafavinnu og markaðsmálum. Hann leggur mikið uppúr heiðarleika og að viðskiptavinurinn upplifi að sínum málum sé fylgt.
Konráð hefur síðustu ár komið mikið að þróun og aðkomu í umbúðarmálum fyrir matvælaframleiðslufyrirtæki.